ég vaknaði eldsnemma og mér til mikillar gleði var glampandi sólskin, ekki ský á himni. Ég glattist yfir minnkandi sársauk í jöxlunum mínum og fékk mér ferskjuskyr, ég gat aðeins borðað hálfa dollu þar sem þessar bollasúpur hafa minnkað magann minn svo um munar, aðeins hálf dolla ofan í maga fór.
Það er eitt við svona laugardaga þegar maður vaknar snemma, maður vill geta nýtt allan daginn, það eru ekki svo margir sólskinsdagar þar sem ekkert er planað allan dagin..... ég leitaði ráðleggingar og hugmynda um hvernig skal eyða laugardegin með því að horfa á SATC...... einn þáttur og mig langaði að fara á Kaffitár í latte og súkkulaðiköku, á Listasafn Íslands í smá menningarleitan og svo kóróna daginn með verlsunarleiðangri í Zöru..... fjárhagur og jaxlar leyfðu ekki alveg slíkan dag en oh well...
ég gerði það sem við Íslendingar gerum þegar það er sól.....ég fór í sund, ein.
Ég er í einhverri MeMyselfandI stuði þessa dagana,kannski vegna þess að ég bý ein og ég er loving it eða
kannski þarf ég bara smá svigrúm, ég er ekki búin að vera mikið ein í sumar, það verður að segjast.
Ég elska Vesturbæjarlaugina. Ég elska að fara ein í sund og liggja í litla barnapollinum og hlusta á samræður annarra. Í dag voru þær sérlega áhugaverðar þar sem að þeta voru svona Íslendingar í útlöndum að segja hvor öðru meikit sögur, einkar skemmtilegt og hin besta afþreying! mæli með því.
Á leiðinni tók ég tíman ná því hversu lengi ég er að labba í skólann. Réttast að taka fram að ég tek tímann í lögum, hversu mörg lög ég get hlustað á á leiðinni...í Háskólabíó var 1 og hálft lag,nokkuð gott bara.
Sundinu lauk þegar það voru komnar 4 mömmur í pottinn og 9 börn..... tími komin fyrir eina litla stelpu að fara að pæjast!
SATC tók við þegar mig vantaði ráðleggingar með átfitt. Ég endaði í hvítu og 2 bleikum litum, pils, dömuleg peysa og mokkasíur . Þetta átfitt vakti ekki mikla lukku meðal vinkvenna minna. Það er nefnilega einu sinni þannig að ég þekki stelpurnar og veit að þegar þær kommenta ekki þá er dæmið ekki að ganga upp. Mér var slétt sama, mér fannst ég ýkt mikil pæja í smá risky ensamble.
Leiðin lá niður á Kaffibrennslu til hennar kötlu minnar og á internetið. Það er nú bara einu sinni þannig að þegar ég fer eða geri eitthvað þá er það mjög sjaldan venjulegt eins og bara að labba niður á Brennsluna, nei, það er alltaf eitthvað ævintýri á leiðinni, þessi dagur var engin undantekning á því!
Ég rölti meðfram tjörninni með nýju flottu sony headphone-in mín og mp3 spilarann í skvísu átfittinu minding my own business.....Allt í einu birtist strákur við hlið mér og fer að spyrja mig hluta eins og og hvort ég heiti Klara og búi´á Hringbrautinni....ég svaraði neitandi en hann gafst ekki upp og áfram heldur spurningaflóðið... ég loksins náði að koma mér undan með því að hringja í hana örnu mína....nei nei, maðurinn bara elti mig á hjólinu sínu og var sífellt að reyna að grípa í mig og toga mig til sín, einkar hressandi.....hann fór í gegnum blómabeð og alles...ætlaði að ná í stelpuna, frekar spes.....
ég hljóp inn á brennslu með hann á hælunum og var þá komin á seif-pleis....
Brennslan gekk stóð fyrir sínu. Ég boraðið fyrstu föstu máltíðina mína, eplaköku með ís og súkkulaðisósu, og surfaði netið. Sunna sálfræði kíkti á mig og ég tók trúnó með Kötlu.
Góður dagur með stelpunum.
Ég og Sunna fórum í áttabíó á nýju Bill Murray, Broken flowers. Hún er svona góð mynd, ekki beint skemmtileg en góð. Ég mæli samt frekar með henni á dvd heldur en bíó, ég persónulega hefði frekar verið til í að vera að kúra uppi í rúmi.
Ég fór á strætó.is og lét þá skipulegga fyrir mig heimferð. Ég elska svona bara slá inn info og þau gera allt! svo auðvelt! ég skokkaði á devitos og ákvað að taka sjensinn á einni sneið og svo beint í strætó. Bara til að láta fólk vita þá getur það tekið 12 og 15 til mín, stoppa beint fyrir utan! Þjónustan var góð, ég komst heim á 2 mín og lenti bara í einum misskilingi við pakistana og tveimum 13 ára stelpum sem hrósuðu átfittinu mínu (einmitt markaðshópurinn sem´ég var að reyna impressa) og spurðu hvort ég væri komin í framhaldsskóla. ég held þeim hafi fundist ég svona eldri og kúl..., ég tel þetta bara nokkuð gott og viðburðalítið.
Ég upplifði það mjög útlandalegt að taka strætó sem tók bara 2 mín og skokka inn á dormið mitt með pizzu í hendinni....reyndar var mega fönkí lykt á ganginum, ein af mínum mestu fóbíum við að búa í svona stigagangi og einhver var með partí...íbúðin er ekki eins hljóðeinangruð og ég taldi, en ekkert truflandi. Ég bara muncha á devitos og horfði á Princess Bride, good times :)
ég fékk skemmtilegt meil í dag.....wúhú....
gútenaben
siggadögg
sunnudagur, ágúst 28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
vá ég hefði verið til í svona laugardag með þér :) svo verðum við skólafélagar í vetur JIBBÍ
Skrifa ummæli